Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 16:13 Neyðarboð var sent frá gámaflutningaskipinu rétt áður en það rakst á brúna. AP Photo/Mark Schiefelbein Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. Dali hafnaði á brúarstólpa Francis Scott Key brúarinnar klukkan hálf tvö að staðartíma í nótt með þeim afleiðingum að brúin hrundi í Patapsco-ána. Sjö bifreiðar, sem voru á brúni, lentu í ánni. Í þeim voru átta menn, sem allir eru taldir hafa verið að vinna við viðgerðir á brúnni. Tveimur hefur verið bjargað og er annar þeirra illa slasaður. Viðbragðsaðilar leita enn að sex og hafa kafarar meðal annars tekið þátt í leitinni. Leit stendur enn yfir að sex verkamönnum, sem voru við vinnu á brúnni þegar hún hrundi.AP Photo/Matt Rourke Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir frumrannsókn til þess að um hræðilegt slys sé að ræða. Ekkert bendi til hryðjuverks. Haft er eftir Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, að skipið hafi verið á mikilli hraðferð áður en það hafnaði á brúnni og að skipstjórinn hafi sent út neyðarboð en að skipið hafi verið á of mikilli siglingu til þess að honum tækist að afstýra árekstrinum. Með neyðarkallinu hafi skipstjóranum hins vegar tekist að koma í veg fyrir að fleiri bílar færu út á brúna, sem hefði getað leitt til enn meiri mannskaða. „Þessir menn eru hetjur, þeir björguðu mannslífum í nótt,“ sagði Wes Moore á blaðamannafundi síðdegis. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Dali hafnaði á brúarstólpa Francis Scott Key brúarinnar klukkan hálf tvö að staðartíma í nótt með þeim afleiðingum að brúin hrundi í Patapsco-ána. Sjö bifreiðar, sem voru á brúni, lentu í ánni. Í þeim voru átta menn, sem allir eru taldir hafa verið að vinna við viðgerðir á brúnni. Tveimur hefur verið bjargað og er annar þeirra illa slasaður. Viðbragðsaðilar leita enn að sex og hafa kafarar meðal annars tekið þátt í leitinni. Leit stendur enn yfir að sex verkamönnum, sem voru við vinnu á brúnni þegar hún hrundi.AP Photo/Matt Rourke Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir frumrannsókn til þess að um hræðilegt slys sé að ræða. Ekkert bendi til hryðjuverks. Haft er eftir Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, að skipið hafi verið á mikilli hraðferð áður en það hafnaði á brúnni og að skipstjórinn hafi sent út neyðarboð en að skipið hafi verið á of mikilli siglingu til þess að honum tækist að afstýra árekstrinum. Með neyðarkallinu hafi skipstjóranum hins vegar tekist að koma í veg fyrir að fleiri bílar færu út á brúna, sem hefði getað leitt til enn meiri mannskaða. „Þessir menn eru hetjur, þeir björguðu mannslífum í nótt,“ sagði Wes Moore á blaðamannafundi síðdegis.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21