Á myndskeiðum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig skipinu er siglt á einn brúarstólpann og hvernig stálbrúin hrynur í Patapsco-ána.
Slökkviliðsstjóri Baltimore-borgar segir að allt að tuttugu verkamenn hafi fallið í ána, en að þó eigi enn frekari upplýsingar eftir að berast um atvikið.
Skipið sem sigldi á brúarstólpann nefnist Dali og er skráð í Singapúr. Talsmaður fyrirtækisins segir að enginn um borð í skipinu hafi slasast.
Áreksturinn varð um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin er sú lengsta í borginni, um 2,6 kílómetrar, og var hún vígð árið 1977.
Fréttin hefur verið uppfærð.
