Netanjahú í fýlu við Biden Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 19:15 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56