Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:51 Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að fyrirspurn til Bankasýslunnar um samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Vísir Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni. Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni.
Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira