Málfyrirmyndir barna á máltökuskeiði Bjartey Sigurðardóttir og Aleksandra Kozimala skrifa 22. mars 2024 10:30 Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun