Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 12:11 Ein samkeppni hefur þegar verið haldin um listaverk við nýja Landspítalann en þar varð hlutskarpast verkið Upphaf eftir Þórdísi Erlu Zoëga. Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum. Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum.
Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira