Helmingshækkun til foreldra Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:30 Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun