Helmingshækkun til foreldra Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:30 Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun