Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2024 14:00 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitar hjá Hafrannsóknastofnun. Sigurjón Ólason Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. „Eins og staðan er núna, þá er Heimaey VE „stand by“ í Vestmannaeyjum ef afgerandi fréttir af nýrri loðnugöngu berast sem bregðast þyrfti við með bergmálsmælingu og sýnatöku,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. „Verið er að fylgjast með fréttum af veiðiskipum og rannsóknaskipum Hafró sem núna eru í marsralli. Fréttir hafa borist af loðnu, bæði á grunnum fyrir Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa,“ segir fiskifræðingurinn. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, býður í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum eftir því að kallið komi.Vilhelm Gunnarsson „Enn sem komið er hefur ekki þótt ástæða til að bregðast við en það er náttúrulega stöðugt verið að meta það hvort um sé að ræða fréttir sem bregðast þurfi við,“ segir Birkir ennfremur. Á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum var því velt upp hvort loðnan hefði ekki fundist vegna þess að hún væri að bíða eftir nýju tungli. Vitnað var til fornrar speki japanskra sjómanna um að fiskistofnar hefðu hægt um sig fyrir fullu tungli. Þess má geta að nýtt tungl á Íslandi verður næstkomandi sunnudag, 10. mars. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Efnahagsmál Tunglið Tengdar fréttir Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
„Eins og staðan er núna, þá er Heimaey VE „stand by“ í Vestmannaeyjum ef afgerandi fréttir af nýrri loðnugöngu berast sem bregðast þyrfti við með bergmálsmælingu og sýnatöku,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. „Verið er að fylgjast með fréttum af veiðiskipum og rannsóknaskipum Hafró sem núna eru í marsralli. Fréttir hafa borist af loðnu, bæði á grunnum fyrir Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa,“ segir fiskifræðingurinn. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, býður í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum eftir því að kallið komi.Vilhelm Gunnarsson „Enn sem komið er hefur ekki þótt ástæða til að bregðast við en það er náttúrulega stöðugt verið að meta það hvort um sé að ræða fréttir sem bregðast þurfi við,“ segir Birkir ennfremur. Á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum var því velt upp hvort loðnan hefði ekki fundist vegna þess að hún væri að bíða eftir nýju tungli. Vitnað var til fornrar speki japanskra sjómanna um að fiskistofnar hefðu hægt um sig fyrir fullu tungli. Þess má geta að nýtt tungl á Íslandi verður næstkomandi sunnudag, 10. mars.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Efnahagsmál Tunglið Tengdar fréttir Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42
Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55
Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45