Ákvörðun um að banna auglýsingu dregin til baka eftir mótmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 11:14 Ákvörðunin um að banna auglýsinguna var afturkölluð ekki síst vegna mótmæla frá fyrirsætunni sjálfri. Advertising Standards Authority, sem hefur eftirlit með auglýsingum á Bretlandseyjum, hefur afturkallað ákvörðun sína um að banna auglýsingu Calvin Klein, sem sýnir listamanninn FKA twigs hálfbera. Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá. Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá.
Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira