Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 13:48 Til vinstri er inngangur „ævintýraheimsins“ og til hægri er illmennið skáldaða The Unknown. Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir. Skotland Bretland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Viðburðurinn hét „Willy's Chocolate Experience“ eða „Súkkulaðiupplifun Villa“ og áttu gestir að geta upplifað töfraheim sælgætisgerðarmannsins Willy Wonka úr kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory. Foreldrar borguðu 35 pund, rúmlega sex þúsund krónur, fyrir aðgöngumiða en viðburðurinn fór fram í vöruhúsi í iðnaðarhverfinu Whiteinch í Glasgow. Auglýsingar House of Illuminati voru töfrandi og heilluðu fjölmarga foreldra sem sáu fyrir sér glaðan dag með börnum sínum. Ein af auglýsingunum fyrir Willy's Chocolate Experience. Auglýsingin var gerð með aðstoð gervigreindar. Það sem boðið var upp á leit þó hvorki út eins og það sem auglýsingarnar gáfu í skyn, né var það nokkuð líkt verksmiðju Willy Wonka í kvikmyndinni. Í raun voru þetta einungis nokkrir leikmunir sem raðað hafði verið á víð og dreif um vöruhúsið sem átti að taka um klukkutíma að labba í gegnum en tók flesta einungis fimm mínútur. Gestir voru ekki ánægðir með upplifunina. Á þessum fimm mínútum hittu börnin Wonka sjálfan, eða leikara sem lék Wonka, og svo illmenni sem forsvarsmenn viðburðarins virðast hafa skapað sjálfir. Sá var kallaður The Unknown, eða „sá óþekkti“, og var maður í skikkju með silfurlitaða grímu og svarta hárkollu. The Unknown faldi sig á bakvið spegil í vöruhúsinu og á persónan að vera illur súkkulaðigerðarmaður sem býr í verksmiðju Willy Wonka. The Unknown gerði fátt nema að græta börnin sem sóttu viðburðinn. Samkvæmt handriti skipuleggjenda átti Wonka svo að losa sig við The Unknown með því að ryksuga hann en það gerðist aldrei þar sem loka þurfti staðnum snemma þegar lögreglan mætti á staðinn. New details on the Willy Wonka Experience disaster• Script was '15 pages of AI-generated gibberish'• Made up a villain called The Unknown — 'an evil chocolate maker who lives in the walls'• Event had no chocolate — kids were given a single jelly bean & a cup of lemonade pic.twitter.com/kxs1RcKVC8— Culture Crave 🍿 (@CultureCrave) February 28, 2024 Fjöldi foreldra hafði hringt á lögregluna vegna óánægju með viðburðinn og kröfðust endurgreiðslu þar sem þeir töldu sig ekki hafa fengið þá upplifun sem börnunum var lofað. Þetta gerðist allt saman á laugardegi og átti viðburðurinn að halda áfram á sunnudeginum. Ekkert varð úr því. Skreytingarnar voru ekki alveg nægilega líkar því sem fólki var lofað. Skipuleggjendurnir hafa beðist afsökunar á viðburðinum og munu endurgreiða öllum gestum sem greiddu aðgangseyri. „Því miður þá klúðraðist margt við framkvæmd viðburðarins og við gerðum okkar besta til að keyra þetta áfram en nú áttum við okkur á því að við hefðum átt að hætta við allt saman strax um morguninn,“ segir í yfirlýsingu frá þeim. Þrátt fyrir að viðburðurinn hafi kallast Súkkulaðiupplifun Villa, þá var ekkert súkkulaði að fá. Eina sælgætið sem gestir fengu voru örfáar hlaupbaunir (e. jelly beans) frá tveimur konum sem fóru með hlutverk Úmpa-Lúmpa. Úmpa-Lúmparnir tveir.
Skotland Bretland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira