Skortur á heildrænni nálgun í málefnum einstaklinga með fíknivanda Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 09:00 Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkniefnabrot Fíkn Tengdar fréttir Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ.
Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun