Skortur á heildrænni nálgun í málefnum einstaklinga með fíknivanda Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 09:00 Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkniefnabrot Fíkn Tengdar fréttir Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er rétt hjá Sigmari Guðmundssyni Alþingismanni að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og/eða annar vímuefnavandi og er innlegg hans mikilvægt eins og margra annarra sem hafa tjáð sig um ástandið í málaflokknum. Biðlistar eru langir og margir bíða í marga mánuði eftir að komast í meðferð við krónískum og síversnandi sjúkdómi sem einkennist af stjórnleysi, fíkn og afneitun. Ástandið og staða þeirra sem eru að bíða eftir að komast í meðferð er mjög erfitt og fjöldi lifir það ekki af. Ótímabær dauðsföll er skelfileg afleiðing þessa sjúkdóms hvort sem það er af völdum of stórra skammta vímuefna, slysa eða sjúkdóma sem hafa þróast vegna neyslunnar. Að mörgu leyti er umræðan út og suður og skortir heildræna nálgun enda er engin heildstæð stefna í málflokknum eins og Sigmar nefnir sem ég tek undir. Að mínu mati snýst málið ekki eingöngu um fjármagn til SÁÁ eða einstakra úrræða með áherslu á skaðaminnkun, það þarf að vinna að samþættri þjónustu í mörgum tilfellum. Allt of margir lenda í vítahring þess að hafa ekki í nein hús að vernda að lokinni meðferð og fara jafnvel ekki í meðferð vegna þessa og halda áfram í neyslu vímuefna. Þetta ástand veldur vonleysi sem þarf að fyrirbyggja með samþættri þjónustu og uppbyggingu á sterkum áfangaheimilum. Það er tímabært að aðilar sem koma að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun vinni saman að sameiginlegu markmiði sem er að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að geta tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu. Sérstaklega þarf teymisvinnu í tilfellum þar sem um langvarandi félagslegan vanda er að etja vegna neyslunnar þ.e. teymi með aðilum sem vinna í meðferð, áfangaheimilum, félagsþjónustu, barnavernd, starfsendurhæfingu, fangelsismálastofnun o.fl. eftir því sem við á í hverju tilfelli. Skaðsemi neyslunnar er mikil á sálfélagslega þætti auk líkamlegra þátta. Margir eiga erfitt uppdráttar félagslega þrátt fyrir meðferð sem veldur þeim vonleysi sem er áhættuþáttur fyrir bakfalli. Þar sem ég stýri áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð verð ég áskynja af stöðu þessa hóps vegna húsnæðisvanda. Áfangaheimilin eru illa fjármögnuð og þar eru biðlistar eins og hjá meðferðastöðvunum. Áfangaheimili eru ekki eingöngu til að leysa húsnæðisvanda heldur að styðja við vímuefnalausan lífsstíl í öruggu umhverfi að meðferð lokinni og er þannig hægt að tala um þjónustukeðju. Dvölin gefur svigrúm og stuðning til að átta sig á nýjum lífstíl án vímuefna til að takast á við lífið að nýju. Rannsóknir sýna að dvöl á áfangaheimili eykur líkur á langtíma edrúmennsku, bataauð, tengsl við fjölskyldu og vini, atvinnuþátttöku og auknum tækifærum almennt í lífinu. Vandinn er ekki leystur með dvöl á áfangaheimili því að þeir sem búa á áfangaheimilum hafa í fá hús að vernda að dvölinni lokinni þar sem húsnæðisvandinn í landinu er mikill. Ég vil með þessum pistli undirstrika nauðsyn þess að unnið verði að því að móta stefnu í málaflokknum og að fagfólk stilli saman strengi og stuðli þannig að samþættri og skilvirkri þjónustu við einstaklinga með vímuefnaröskun. Höfundur er framkvæmdarstýra Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur og lektor í félagsráðgjöf við HÍ.
Örvæntingin Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að eitt allra alvarlegasta meinið sem samfélagið glímir við í dag er áfengis- og vímuefnavandinn. Við sem samfélag erum merkilega áhugalaus gagnvart þeirri staðreynd að um 100 einstaklingar deyja árlega úr þessum sjúkdómi. 27. febrúar 2024 08:00
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun