Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2024 11:58 Málið varðar kaup fyrri rekstraraðila Hressingarskálans af innflytjanda kóks á Íslandi. Vísir/Vilhelm Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað. Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, af öllum kröfum þrotabús mannsins. Í dóminum hafa nafn mannsins og nöfn tengdra félaga verið afmáð að einu undandskildu. Félagið Hressingarskálinn ehf. er talið upp sem eitt fjögurra félaga í eigu mannsins. Eigandi þess félags og tengds rekstrar var Einar Sturla Möinichen, stórtækur veitingamaður til áratuga. CCEP hefði mátt vita af fjárhagskröggum Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Greiðslan hafi því á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir CCEP á kostnað annarra kröfuhafa og leitt til þess að þrotamaður hafði minni eignir til fullnustu krafna annarra kröfuhafa. Þá er rakið að Einar Sturla hafi átt í áralöngum viðskiptum við CCEP vegna atvinnureksturs síns og staðið í miklum persónulegum ábyrgðum gagnvart félaginu vegna viðskiptanna. CCEP hafi verið kunnugt um mikla erfiðleika í rekstri Einars Sturlu og að félag hans hefði að mestu látið af starfsemi. CCEP hefði því mátt vita að tekjur Einar Sturlu af atvinnurekstrinum væru litlar. Færði slotið yfir á sambýliskonuna Jafnframt hafi legið fyrir að Einar Sturla hafði nokkru áður greitt 9.000.000 króna viðskiptaskuld til CCEP vegna annars félags í hans eigu, einnig á grundvelli sjálfskuldaraábyrgðar. Þar sem CCEP hafi búið yfir vitneskju um framangreind atriði hafi félaginu borið að kanna stöðu Einars Sturlu áður en félagið tók við hárri greiðslu úr hendi hans. Þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á vanskilaskrá þegar hann innti greiðsluna af hendi hafi legið fyrir samkvæmt opinberum gögnum að hann var með öllu eignalaus og þá hefði hann nokkru áður ráðstafað verðmætustu eign sinni til sambýliskonu sinnar. Sú eign er glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ, sem var nýverið skráð á sölu fyrir litlar 275 milljónir króna. Því var talið að CCEP hefði mátt vita um ógjaldfærni Einars Sturlu og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun hans var ótilhlýðileg. Krafa þrotabúsins um riftun greiðslunnar hafi því verið tekin til greina og CCEP dæmt til að greiða þrotabúinu 29.33.919 krónur með tilgreindum vöxtum. Þá var CCEP gert að greiða þrotabúinu 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Gjaldþrot Veitingastaðir Dómsmál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira