Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2025 16:46 Framkvæmdastjórinn var dæmdur en fjármálastjórinn slapp. Þeir sökuðu hvor annan um að bera ábyrgð án þess þó að hrópa „spegill, spegill“. Getty Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan október. Brotin sem mennirnir voru ákærðir fyrir voru annars vegar að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti árin 2020 og 2021, samtals um 45 milljónir króna, og hins vegar að hafa ekki staðið skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda sömu ár, um 52 milljónir króna. Megna ehf., sem starfaði m.a. við framleiðslu, innflutning og sölu á hurðum og gluggum, var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar 2022 og afskráð síðar sama ár. Skiptastjóri þrotabúsins sendi í framhaldinu ábendingu til héraðssaksóknara um meint refsiverð brot í rekstrinum. Báðir neituðu sök Í skýrslutökum hjá Skattrannsóknarstjóra og fyrir dómi lýstu framkvæmdastjóri og fjármálastjóri verkaskiptingunni sitt á hvað. Fjármálastjórinn kvaðst hafa séð um bókhald, laun, greiðsluáætlanir og samskipti við skattyfirvöld en allar stærri ákvarðanir um greiðslur, þar á meðal skatta og laun, hefðu verið teknar af framkvæmdastjóranum. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við að sköttum væri frestað en orðið að hlíta fyrirmælum yfirmanns síns. Framkvæmdastjórinn lýsti þessu öfugt. Hann bar því við að fjármálastjórinn hefði alfarið farið með fjármálin, þar á meðal forgangsröðun greiðslna og samninga við Skattinn. Sjálfur hefði hann fyrst og fremst séð um sölu og rekstur og ekki haft yfirsýn yfir sjóðstreymi frá degi til dags. Hann hefði verið ráðinn vegna sérþekkingar sinnar. Stjórnarmenn og aðrir starfsmenn báru hins vegar um að báðir hefðu komið að fjármálastjórn, þótt fjármálastjórinn sæi meira um tæknilegu framkvæmdina. Kom fram að stjórn félagsins hefði verið upplýst um að félagið nýtti sér Covid-úrræði stjórnvalda til að fresta staðgreiðslu og síðar um að veruleg skattskuld hefði safnast upp. Hluti af söluandvirði þegar hluti rekstrarins var seldur til annars fyrirtækis hefði farið í að greiða niður skatta, en þó ekki nægilega til að losa félagið úr vanda. Framkvæmdastjórinn bar ábyrgð Dómurinn leit til þess að samkvæmt lögum um einkahlutafélög hvílir rík skylda á framkvæmdastjóra að sjá til þess að bókhald sé í lagi og skattskil í samræmi við lög. Dómurinn taldi að framkvæmdastjórinn hefði að minnsta kosti sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með því að tryggja ekki að innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu væri skilað til ríkissjóðs. Um fjármálastjórann komst dómurinn að annarri niðurstöðu. Hann hefði augljóslega komið að daglegum rekstri og skattskilum en ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna nægilega skýrt fram á að hann hafi sjálfur ráðið því hvaða skuldir voru greiddar og hvaða greiðslum frestað. Heldur ekki að hann hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um að halda eftir vörslusköttum. Dómurinn bendir meðal annars á að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað allra tiltækra gagna, svo sem fundargerða stjórnar og tölvupóstsamskipta um greiðslur og forgangsröðun. Þar hefði mátt finna veigamiklar upplýsingar sem gætu skýrt betur hlutdeild fjármálastjórans. Varð ákæruvaldið að bera hallann af því að hafa ekki aflað gagnanna og var fjármálastjórinn sýknaður. Framkvæmdastjórinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess að þurfa að greiða 156 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan október. Brotin sem mennirnir voru ákærðir fyrir voru annars vegar að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti árin 2020 og 2021, samtals um 45 milljónir króna, og hins vegar að hafa ekki staðið skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda sömu ár, um 52 milljónir króna. Megna ehf., sem starfaði m.a. við framleiðslu, innflutning og sölu á hurðum og gluggum, var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar 2022 og afskráð síðar sama ár. Skiptastjóri þrotabúsins sendi í framhaldinu ábendingu til héraðssaksóknara um meint refsiverð brot í rekstrinum. Báðir neituðu sök Í skýrslutökum hjá Skattrannsóknarstjóra og fyrir dómi lýstu framkvæmdastjóri og fjármálastjóri verkaskiptingunni sitt á hvað. Fjármálastjórinn kvaðst hafa séð um bókhald, laun, greiðsluáætlanir og samskipti við skattyfirvöld en allar stærri ákvarðanir um greiðslur, þar á meðal skatta og laun, hefðu verið teknar af framkvæmdastjóranum. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við að sköttum væri frestað en orðið að hlíta fyrirmælum yfirmanns síns. Framkvæmdastjórinn lýsti þessu öfugt. Hann bar því við að fjármálastjórinn hefði alfarið farið með fjármálin, þar á meðal forgangsröðun greiðslna og samninga við Skattinn. Sjálfur hefði hann fyrst og fremst séð um sölu og rekstur og ekki haft yfirsýn yfir sjóðstreymi frá degi til dags. Hann hefði verið ráðinn vegna sérþekkingar sinnar. Stjórnarmenn og aðrir starfsmenn báru hins vegar um að báðir hefðu komið að fjármálastjórn, þótt fjármálastjórinn sæi meira um tæknilegu framkvæmdina. Kom fram að stjórn félagsins hefði verið upplýst um að félagið nýtti sér Covid-úrræði stjórnvalda til að fresta staðgreiðslu og síðar um að veruleg skattskuld hefði safnast upp. Hluti af söluandvirði þegar hluti rekstrarins var seldur til annars fyrirtækis hefði farið í að greiða niður skatta, en þó ekki nægilega til að losa félagið úr vanda. Framkvæmdastjórinn bar ábyrgð Dómurinn leit til þess að samkvæmt lögum um einkahlutafélög hvílir rík skylda á framkvæmdastjóra að sjá til þess að bókhald sé í lagi og skattskil í samræmi við lög. Dómurinn taldi að framkvæmdastjórinn hefði að minnsta kosti sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með því að tryggja ekki að innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu væri skilað til ríkissjóðs. Um fjármálastjórann komst dómurinn að annarri niðurstöðu. Hann hefði augljóslega komið að daglegum rekstri og skattskilum en ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna nægilega skýrt fram á að hann hafi sjálfur ráðið því hvaða skuldir voru greiddar og hvaða greiðslum frestað. Heldur ekki að hann hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um að halda eftir vörslusköttum. Dómurinn bendir meðal annars á að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað allra tiltækra gagna, svo sem fundargerða stjórnar og tölvupóstsamskipta um greiðslur og forgangsröðun. Þar hefði mátt finna veigamiklar upplýsingar sem gætu skýrt betur hlutdeild fjármálastjórans. Varð ákæruvaldið að bera hallann af því að hafa ekki aflað gagnanna og var fjármálastjórinn sýknaður. Framkvæmdastjórinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess að þurfa að greiða 156 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira