Raunveruleikinn hvarf Kristján Friðbertsson skrifar 25. febrúar 2024 13:31 Færni gervigreindar til sjálfvirkrar sköpunar á texta, hljóði og mynd (s.k. sköpunargreind, e. generative artificial intelligence) hefur fengið þó nokkra athygli undanfarið. Í slíkri sjálfvirkri sköpun lærir gervigreindin undirliggjandi uppbyggingu og notar lærdóminn til að skapa eitthvað nýtt, en svipað. Alls ekki ólíkt því ef ég myndi ætla að læra að mála með olíu í stíl kúbisma. Þá kynni ég mér hvernig maður málar með olíulitum ásamt því hvað einkennir kúbisma. Skoða verk kúbista og reyni í fyrstu að mála eftirmyndir til að átta mig á tækninni. Ef ég mála eftirlíkingu af frægu verki og set nafn fræga málarans á strigann, þá er það fölsun. Ef ég set mitt nafn, þá er það stuldur. Nema ef ég breyti einhverju, jafnvel smávægilegu, þá getur það talist afleidd (e. derivative) list. Að sama skapi getur verið hægt að nota gervigreind í tilgangi fölsunar eða stuldar, en gervigreindin sjálf er þó í versta falli að skapa afleidda list. Vélræn textasköpun og málskilningur hafa ekki orðið útundan í þessari þróun. Fyrirtæki geta loksins farið að nota spjallmenni sem verða meira en bara gagnslaus, pirrandi tól. Framfarir í radd- og myndgreiningum og hljóð- og myndvinnslu í bland við sjálfvirka sköpun opna á alls kyns tækifæri, sum jákvæðari en önnur. Vinnumarkaðurinn Svokallaðar djúpfalsanir (e. „deepfakes“) hafa verið til staðar í u.þ.b. áratug, en undanfarið hefur afurðin orðið sífellt meira sannfærandi. Sé nægilegt mynd- og hljóðefni til staðar af viðkomandi, er hægt að þjálfa gervigreindina svo hún skapi efni sem erfitt er fyrir almenning að sjá að sé óekta. Nýlegt dæmi sáum við auðvitað í áramótaskaupinu. Auk misnotkunaráhættu, getur þetta vegið að starfsöryggi ýmissa stétta. Raddleikarar sem starfa í tengslum við auglýsingar, tölvuleiki og teiknimyndir verða skyndilega ekki jafn nauðsynlegir fyrst tölvan getur leyst þá af með samskonar rödd. Svipað með leikara í sjónvarpi og kvikmyndum. Þegar viljandi er apað eftir þeirra rödd eða útliti í blekkingar tilgangi er það þó auðvitað fljótt að rata í hendur lögfræðinga. Við getum líka lítið í átt til tónlistarframleiðenda, hverra hlutverk er að gefa tónlistinni kunnuglegan, vinsælan hljóm. Gervigreindarkerfi byggð á tauganetum sem læra hratt á gríðarlega stór hljóðsöfn geta tekið ansi stóran hluta af slíkri vinnu til sín. Handritshöfundar í Bandaríkjunum höfðu takmörkun á notkun gervigreindar við textasmíð meðal krafna í nýlegri kjarabaráttu. Að sumu leyti framsýnt, skynsamlegt og skiljanlegt. Kaupir tíma og mildar höggið. Nær samt því miður ekki að vera framtíðarlausn. Geti gervigreind raunverulega sparað miklar fjárhæðir og samt skilað jafn góðum afurðum, myndast auðvitað ákveðið samkeppnisforskot fyrir þá aðila sem eru ekki bundnir slíkum samningum. Aðila sem geta þá framleitt myndir og þætti fyrir lægri kostnað, eða nýtt peningana betur í annað. Sjálfsagt styttist í þann raunveruleika. Einhverjir verða afkastameiri með tækniframförum, en aðrir þurfa með tímanum að þróa sína hæfni yfir á nýtt svið. Sögufalsanir Leikarinn Stephen Fry er meðal þeirra sem hafa rekist á sannfærandi myndband af sjálfum sér á netinu, flytjandi ræðu sem hann hefur aldrei flutt, á stað sem hann hefur aldrei komið. Heldur fleiri kannast kannski við umfjöllun um falsaðar nektarmyndir og kynlífsmyndbönd, sem m.a. söngkonan Taylor Swift og fleiri hafa orðið fyrir nýlega. Allt getur þetta verið notað til þess að koma höggi á viðkomandi aðila, skapa tekjumyndandi efni í samkeppni við hið raunverulega efni, eða jafnvel til hótana og fjárkúgana. Fölsun getur komið hvaðan sem er og stundum er jafnvel ómögulegt að um hina raunverulegu persónu sé að ræða. En hvað ef hún er skipulögð með mikilli fyrirhöfn til að hámarka neikvæðar afleiðingar? Myndir þú trúa því að bara í akkurat þessu eina tilfelli sem þér mislíkar væri um að ræða fölsun? Þó svo það líti út og hljómi nákvæmlega eins og allt sem maður hefur áður séð frá viðkomandi. Nema kannski fyrir utan örfáar óvanalegar setningar. Akkurat bara eina atvikið sem kæmi sér mjög illa fyrir viðkomandi, ef rétt reynist og er því kallað fölsun... Martröð millistjórnenda? Aukið aðgengi að öflugri tækni er gríðarlega mikilvægt og á jákvæðu hliðinni vonum við að það leysi úr læðingi mikla vannýtta orku meðal fólks. Einnig má vona að sérfræðingar losni við einföldustu verkin og verði afkastameiri. Starfsfólk í mannaflsfrekum störfum hefur lengi horft upp á vaxandi sjálfvirkni fækka störfum í boði. Færra starfsfólk þarf líka minna utanumhald. Ýmislegt sem krafist hefur sérfræði þekkingar hefur einnig byrjað að fara sama veg. Flóknari og sérhæfðari verk þurfa þó enn að vera unnin (og yfirfarin) af sérfræðingum, en viðbúið er að einhvers staðar þurfi færri hendur í heildina. Grafískum störfum í tölvuleikjaiðnaðinum í Kína hefur t.d. nú þegar fækkað um 70% þökk sé gervigreind. Vont fyrir starfsfólkið, gott fyrir heildina? Nágrannaríkið Japan horfir líka jákvæðum augum til gervigreindar. Þjóðin sem lengi hefur verið í fararbroddi í ýmiss konar tækniþróun, þ.m.t. vélmennum, nýtir sér tæknina í baráttu við fólksfækkun. Gervigreind og vélmenni með ýmiss konar mannleg viðmót leysa í vaxandi mæli starfsfólkið af. Gildir þar einu hvort um ræðir hefðbundin flutnings- og verksmiðjustörf, verslun og þjónustu eða jafnvel hrísgrjónaræktun. Gottvont? Hér blandast augljóslega ýmislegt saman. Lausnir við skorti á vinnuafli kallast á við kjarabaráttu og starfsöryggi. Nytsamlegar tækniframfarir misnotaðar í blekkingarleik, fölsunum, fjársvikum og öðrum sakamálum. Mikið af þessu er þó auðvitað gömul saga og ný. Tæknin getur hjálpað okkur að vinna gegn ýmsum vandamálum, en auðvitað getur hún einnig búið önnur til. Á stærsta kosningaári í langan tíma, víða um heim, er nánast útilokað að það verði ekki amk einhver dæmi um pólitíska misnotkun á þessum tólum. Reyndar þurfum við ekki einu sinni að bíða, því dæmin eru þegar farin að detta inn t.d. frá Slóvakíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Eru kosninganiðurstöður gildar ef þær eru augljós afleiðing blekkingarleiks, svo lengi sem ekki var átt við sjálfa atkvæðaseðlana? Er þetta jafnvel bara eðlileg framlenging af hinum margfrægu „kosningaloforðum“ og efndum þeirra? Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindarvélinni DallE-3. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Japan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Innræti og manndómur íslenzkra ráðherra og alþingismanna Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. 12. júní 2023 13:01 Kosningaórói Njáls Trausta Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. 27. maí 2021 20:18 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Færni gervigreindar til sjálfvirkrar sköpunar á texta, hljóði og mynd (s.k. sköpunargreind, e. generative artificial intelligence) hefur fengið þó nokkra athygli undanfarið. Í slíkri sjálfvirkri sköpun lærir gervigreindin undirliggjandi uppbyggingu og notar lærdóminn til að skapa eitthvað nýtt, en svipað. Alls ekki ólíkt því ef ég myndi ætla að læra að mála með olíu í stíl kúbisma. Þá kynni ég mér hvernig maður málar með olíulitum ásamt því hvað einkennir kúbisma. Skoða verk kúbista og reyni í fyrstu að mála eftirmyndir til að átta mig á tækninni. Ef ég mála eftirlíkingu af frægu verki og set nafn fræga málarans á strigann, þá er það fölsun. Ef ég set mitt nafn, þá er það stuldur. Nema ef ég breyti einhverju, jafnvel smávægilegu, þá getur það talist afleidd (e. derivative) list. Að sama skapi getur verið hægt að nota gervigreind í tilgangi fölsunar eða stuldar, en gervigreindin sjálf er þó í versta falli að skapa afleidda list. Vélræn textasköpun og málskilningur hafa ekki orðið útundan í þessari þróun. Fyrirtæki geta loksins farið að nota spjallmenni sem verða meira en bara gagnslaus, pirrandi tól. Framfarir í radd- og myndgreiningum og hljóð- og myndvinnslu í bland við sjálfvirka sköpun opna á alls kyns tækifæri, sum jákvæðari en önnur. Vinnumarkaðurinn Svokallaðar djúpfalsanir (e. „deepfakes“) hafa verið til staðar í u.þ.b. áratug, en undanfarið hefur afurðin orðið sífellt meira sannfærandi. Sé nægilegt mynd- og hljóðefni til staðar af viðkomandi, er hægt að þjálfa gervigreindina svo hún skapi efni sem erfitt er fyrir almenning að sjá að sé óekta. Nýlegt dæmi sáum við auðvitað í áramótaskaupinu. Auk misnotkunaráhættu, getur þetta vegið að starfsöryggi ýmissa stétta. Raddleikarar sem starfa í tengslum við auglýsingar, tölvuleiki og teiknimyndir verða skyndilega ekki jafn nauðsynlegir fyrst tölvan getur leyst þá af með samskonar rödd. Svipað með leikara í sjónvarpi og kvikmyndum. Þegar viljandi er apað eftir þeirra rödd eða útliti í blekkingar tilgangi er það þó auðvitað fljótt að rata í hendur lögfræðinga. Við getum líka lítið í átt til tónlistarframleiðenda, hverra hlutverk er að gefa tónlistinni kunnuglegan, vinsælan hljóm. Gervigreindarkerfi byggð á tauganetum sem læra hratt á gríðarlega stór hljóðsöfn geta tekið ansi stóran hluta af slíkri vinnu til sín. Handritshöfundar í Bandaríkjunum höfðu takmörkun á notkun gervigreindar við textasmíð meðal krafna í nýlegri kjarabaráttu. Að sumu leyti framsýnt, skynsamlegt og skiljanlegt. Kaupir tíma og mildar höggið. Nær samt því miður ekki að vera framtíðarlausn. Geti gervigreind raunverulega sparað miklar fjárhæðir og samt skilað jafn góðum afurðum, myndast auðvitað ákveðið samkeppnisforskot fyrir þá aðila sem eru ekki bundnir slíkum samningum. Aðila sem geta þá framleitt myndir og þætti fyrir lægri kostnað, eða nýtt peningana betur í annað. Sjálfsagt styttist í þann raunveruleika. Einhverjir verða afkastameiri með tækniframförum, en aðrir þurfa með tímanum að þróa sína hæfni yfir á nýtt svið. Sögufalsanir Leikarinn Stephen Fry er meðal þeirra sem hafa rekist á sannfærandi myndband af sjálfum sér á netinu, flytjandi ræðu sem hann hefur aldrei flutt, á stað sem hann hefur aldrei komið. Heldur fleiri kannast kannski við umfjöllun um falsaðar nektarmyndir og kynlífsmyndbönd, sem m.a. söngkonan Taylor Swift og fleiri hafa orðið fyrir nýlega. Allt getur þetta verið notað til þess að koma höggi á viðkomandi aðila, skapa tekjumyndandi efni í samkeppni við hið raunverulega efni, eða jafnvel til hótana og fjárkúgana. Fölsun getur komið hvaðan sem er og stundum er jafnvel ómögulegt að um hina raunverulegu persónu sé að ræða. En hvað ef hún er skipulögð með mikilli fyrirhöfn til að hámarka neikvæðar afleiðingar? Myndir þú trúa því að bara í akkurat þessu eina tilfelli sem þér mislíkar væri um að ræða fölsun? Þó svo það líti út og hljómi nákvæmlega eins og allt sem maður hefur áður séð frá viðkomandi. Nema kannski fyrir utan örfáar óvanalegar setningar. Akkurat bara eina atvikið sem kæmi sér mjög illa fyrir viðkomandi, ef rétt reynist og er því kallað fölsun... Martröð millistjórnenda? Aukið aðgengi að öflugri tækni er gríðarlega mikilvægt og á jákvæðu hliðinni vonum við að það leysi úr læðingi mikla vannýtta orku meðal fólks. Einnig má vona að sérfræðingar losni við einföldustu verkin og verði afkastameiri. Starfsfólk í mannaflsfrekum störfum hefur lengi horft upp á vaxandi sjálfvirkni fækka störfum í boði. Færra starfsfólk þarf líka minna utanumhald. Ýmislegt sem krafist hefur sérfræði þekkingar hefur einnig byrjað að fara sama veg. Flóknari og sérhæfðari verk þurfa þó enn að vera unnin (og yfirfarin) af sérfræðingum, en viðbúið er að einhvers staðar þurfi færri hendur í heildina. Grafískum störfum í tölvuleikjaiðnaðinum í Kína hefur t.d. nú þegar fækkað um 70% þökk sé gervigreind. Vont fyrir starfsfólkið, gott fyrir heildina? Nágrannaríkið Japan horfir líka jákvæðum augum til gervigreindar. Þjóðin sem lengi hefur verið í fararbroddi í ýmiss konar tækniþróun, þ.m.t. vélmennum, nýtir sér tæknina í baráttu við fólksfækkun. Gervigreind og vélmenni með ýmiss konar mannleg viðmót leysa í vaxandi mæli starfsfólkið af. Gildir þar einu hvort um ræðir hefðbundin flutnings- og verksmiðjustörf, verslun og þjónustu eða jafnvel hrísgrjónaræktun. Gottvont? Hér blandast augljóslega ýmislegt saman. Lausnir við skorti á vinnuafli kallast á við kjarabaráttu og starfsöryggi. Nytsamlegar tækniframfarir misnotaðar í blekkingarleik, fölsunum, fjársvikum og öðrum sakamálum. Mikið af þessu er þó auðvitað gömul saga og ný. Tæknin getur hjálpað okkur að vinna gegn ýmsum vandamálum, en auðvitað getur hún einnig búið önnur til. Á stærsta kosningaári í langan tíma, víða um heim, er nánast útilokað að það verði ekki amk einhver dæmi um pólitíska misnotkun á þessum tólum. Reyndar þurfum við ekki einu sinni að bíða, því dæmin eru þegar farin að detta inn t.d. frá Slóvakíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Eru kosninganiðurstöður gildar ef þær eru augljós afleiðing blekkingarleiks, svo lengi sem ekki var átt við sjálfa atkvæðaseðlana? Er þetta jafnvel bara eðlileg framlenging af hinum margfrægu „kosningaloforðum“ og efndum þeirra? Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindarvélinni DallE-3. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Innræti og manndómur íslenzkra ráðherra og alþingismanna Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. 12. júní 2023 13:01
Kosningaórói Njáls Trausta Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella. 27. maí 2021 20:18
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun