Þegar óttinn ræður för Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen skrifa 25. febrúar 2024 10:30 Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Halldóra Mogensen Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun