Þegar óttinn ræður för Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen skrifa 25. febrúar 2024 10:30 Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Halldóra Mogensen Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun