Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:14 Hannah Gutierrez-Reed við réttarhöldin sem haldin eru í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær. Vísir/Getty Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Í gær hófust réttarhöld yfir vopnaverðinum og kom fram í máli saksóknara að þau teldu Gutierrez-Reed hafa vanrækt skyldur sínar og það hafi leitt til dauða Hutchins. Þeir sögðu hana ítrekað hafa gengið illa frá vopnum og ekki með öruggum hætti. Þá hafi hún komið með byssukúlur á tökustað sem hafi legið á sama stað og gervibyssuskotin. Í fréttaflutningi af málinu hefur einnig áður komið fram að hún hafi verið timbruð þennan dag og að hún hafi verið með kókaín á setti. Lögmenn Gutierrez-Reed sögðu ábyrgðina hjá Baldwin og sögðu hann hafa komið í veg fyrir að hægt væri að gæta fyllsta öryggis á tökustað. Þau eru bæði ákærð í málinu. Gutierrez-Rees fyrir manndráp af gáleysi og að hafa átt við sönnunargögn. Baldwin er einnig ákærður fyrir manndráp af gáleysi en engin dagsetning hefur verið sett á réttarhöldin yfir honum. Bæði segjast þau saklaus. Við réttarhöldin sögðu lögmenn Gutierrez-Reed að Baldwin hafi verið með fingurinn á gikk byssunnar og að tvö slysaskot á tökustað áður en Hutchins var skotin hafi sýnt að „hraði og gróði“ hafi verið framar öryggi. Auðvelt skotmark Á meðan réttarhöldunum stóð voru sýnd myndbönd sem tekin voru eftir að hleypt var af byssunni og má þar meðal annars sjá síðustu andartök Hutchins á lífi. Þá má sjá bráðaliða við störf þar sem þau biðja hana að halda áfram að anda. Hér er hægt að sjá myndböndin. „Hún er auðvelt skotmark. Valdaminnsta manneskjan á tökustaðnum. Auðveldur blóraböggull,“ sagði lögmaður Gutierrez-Reed. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar á þessu ári. Áður höfðu kærur í málinu verið felldar niður en í janúar sögðu saksóknarar að nýjar vísbendingar hefðu leitt til þess að hann hefði einnig verið ákærður. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins. Á vef BBC kemur fram að hann hafi lýst til saklausan í janúar. Ekki er ljóst hvort að hann verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum Gutierrez-Reed en gert er ráð fyrir að þau taki um tvær vikur. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 Vopnavörðurinn sagður hafa verið þunnur Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana að öllum líkindum hafa verið þunna, þegar hún hlóð leikmyndabyssu með venjulegri byssukúlu. 14. júní 2023 23:44 Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 31. janúar 2023 21:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Í gær hófust réttarhöld yfir vopnaverðinum og kom fram í máli saksóknara að þau teldu Gutierrez-Reed hafa vanrækt skyldur sínar og það hafi leitt til dauða Hutchins. Þeir sögðu hana ítrekað hafa gengið illa frá vopnum og ekki með öruggum hætti. Þá hafi hún komið með byssukúlur á tökustað sem hafi legið á sama stað og gervibyssuskotin. Í fréttaflutningi af málinu hefur einnig áður komið fram að hún hafi verið timbruð þennan dag og að hún hafi verið með kókaín á setti. Lögmenn Gutierrez-Reed sögðu ábyrgðina hjá Baldwin og sögðu hann hafa komið í veg fyrir að hægt væri að gæta fyllsta öryggis á tökustað. Þau eru bæði ákærð í málinu. Gutierrez-Rees fyrir manndráp af gáleysi og að hafa átt við sönnunargögn. Baldwin er einnig ákærður fyrir manndráp af gáleysi en engin dagsetning hefur verið sett á réttarhöldin yfir honum. Bæði segjast þau saklaus. Við réttarhöldin sögðu lögmenn Gutierrez-Reed að Baldwin hafi verið með fingurinn á gikk byssunnar og að tvö slysaskot á tökustað áður en Hutchins var skotin hafi sýnt að „hraði og gróði“ hafi verið framar öryggi. Auðvelt skotmark Á meðan réttarhöldunum stóð voru sýnd myndbönd sem tekin voru eftir að hleypt var af byssunni og má þar meðal annars sjá síðustu andartök Hutchins á lífi. Þá má sjá bráðaliða við störf þar sem þau biðja hana að halda áfram að anda. Hér er hægt að sjá myndböndin. „Hún er auðvelt skotmark. Valdaminnsta manneskjan á tökustaðnum. Auðveldur blóraböggull,“ sagði lögmaður Gutierrez-Reed. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar á þessu ári. Áður höfðu kærur í málinu verið felldar niður en í janúar sögðu saksóknarar að nýjar vísbendingar hefðu leitt til þess að hann hefði einnig verið ákærður. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins. Á vef BBC kemur fram að hann hafi lýst til saklausan í janúar. Ekki er ljóst hvort að hann verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum Gutierrez-Reed en gert er ráð fyrir að þau taki um tvær vikur.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Erlend sakamál Tengdar fréttir Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14 Vopnavörðurinn sagður hafa verið þunnur Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana að öllum líkindum hafa verið þunna, þegar hún hlóð leikmyndabyssu með venjulegri byssukúlu. 14. júní 2023 23:44 Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 31. janúar 2023 21:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. 19. janúar 2024 20:14
Vopnavörðurinn sagður hafa verið þunnur Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana að öllum líkindum hafa verið þunna, þegar hún hlóð leikmyndabyssu með venjulegri byssukúlu. 14. júní 2023 23:44
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20
Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 31. janúar 2023 21:46