Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 15:40 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví. Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví.
Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30