Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Plastfata við hlið holunnar þar sem stúlkan varð undir sandinum. AP/Mike Stocker Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp. Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp.
Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira