Heitir hin nýja Katrín Kristrún? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Innflytjendamál Vinstri græn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun