Færri gæðastundir, fleiri vinnustundir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:01 Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun