Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 17:05 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/John Woods Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum. Kanada Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum.
Kanada Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira