Herforingjaráð Úkraínu segir árásina hafa verið gerða af GUR og herafla landsins í samvinnu. Notast var við Magura V5 dróna en þeir eru hannaðir til að marra í hálfu kafi og vera siglt upp að herskipum, þar sem þeir springa í loft upp.
Kunikov er af gerðinni Ropucha, en það eru herskip sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu. Þau hafa einnig verið notuð til að flytja hergögn til Krímskaga.
Úkraínumenn hafa áður sökkt þremur skipum sem þessum á Svartahafi og annað herskip sem Úkraínumenn sökkva á tveimur vikum. Svartahafsfloti Rússa hefur beðið mikla hnekki frá því innrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022.
Myndbandið var upprunalega birt á Telegram en fyrr í morgun höfðu fregnir borist af árásinni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands hafa enn ekkert sagt um Caesar Kunikov. Örlög áhafnar skipsins eru sömuleiðis óljós.
Ukrainska Pravda s sources in GUR claim the Russian Tsesar Kunikov Project 775 landing ship was sunk by drones. A Russian channel claims the crew is alive. https://t.co/3ZCh0DR4Mfhttps://t.co/jLuYTVjjoqhttps://t.co/dGHAZ7XEXphttps://t.co/0j0rIbGNk1https://t.co/LNtuyoTi5W pic.twitter.com/bp9jIW5MZm
— Rob Lee (@RALee85) February 14, 2024
Skipið er nefnt eftir sovéskum hermanni sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann lést af sárum sínum þann 14. febrúar 1943, fyrir sléttu 81 ári.