Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Heilbrigðismál Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar