Vinnan göfgar manninn Tómas A. Tómasson skrifar 29. janúar 2024 10:30 Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar