Vinnan göfgar manninn Tómas A. Tómasson skrifar 29. janúar 2024 10:30 Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Í þessu ástandi er eðlilegt að fólk spyrji, hvað er hægt að gera? Fyrsta skrefið er að afnema reglur sem refsa fólki fyrir atvinnuþátttöku. Ein helsta hindrunin í vegi námsmanna eru reglur Menntasjóðs um skerðingar á framfærslulánum vegna tekna námsmanna. Hafi námsmaður tekjur umfram frítekjumörk skerðist framfærsla frá Menntasjóði verulega. Þetta er sérlega íþyngjandi í ljósi þess að framfærsla Menntasjóðs er svo lág að hún dugar ekki ein og sér til að greiða fyrir fæði, klæði og húsnæði. Ég hef þrisvar sinum lagt fram frumvarp um afnám þessara skerðinga. Í hvert sinn hefur málið verið „svæft í nefnd“. Það er að segja þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hleypa málinu ekki úr nefnd og til atkvæðagreiðslu. Skerðingar vegna atvinnutekna námsmanna eru ákveðnar í reglugerð. Ráðherra málaflokksins, Áslaug Arna, gæti afnumið þessar skerðingar með því að breyta reglugerðinni. Það mætti gera svo gott sem með einu pennastriki! Því miður virðist ráðherrann ekki hafa áhuga á slíkri breytingu. Það kemur mér sífellt á óvart að sitjandi ríkisstjórn skuli vera mótfallin þessari breytingu. Varla er það svo að atvinnuþátttaka námsmanna sé samfélaginu skaðleg. Þvert á móti skapa þeir verðmæti með vinnu sinni. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar