Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 09:33 Frá geimskotinu um helgina þegar Peregrine var skotið af stað til tunglsins. Geimskotið heppnaðist vel en leki kom á geimfarið. United Launch Alliance Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira