Vafasamt lögmæti niðurfellingar persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar