Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 12:55 Breið sátt er meðal samningsaðila um að ná samningum hratt og örugglega. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54