Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 23:30 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og hefur ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í Palestínu í upphafi október en starfsfólk ráðuneytis á í stöðugum samskiptum þar sem skýrar kröfur um vopnahlé hafa verið lagðar fram. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13