Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 10:10 Alex Batty fyrir sex árum þegar lýst var eftir honum. Lögreglan í Manchester Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook. BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester. England Frakkland Bretland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester.
England Frakkland Bretland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira