Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 10:10 Alex Batty fyrir sex árum þegar lýst var eftir honum. Lögreglan í Manchester Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook. BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester. England Frakkland Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester.
England Frakkland Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira