Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 12:10 Ekki er vitað hvort dómnum verður áfrýjað. Google Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Eftir að dómur féll í því máli er ríkjum nú í sjálfsvald sett hvernig þau haga aðgengi kvenna að þungunarrofi og hafa mörg þeirra takmarkað gengið á lagið og takmarkað mjög þennan áður óskoraðan rétt kvenna. Málið í Texas varðaði Kate Cox, 31 árs konu sem gengin er 20 vikur á leið. Fóstrið hefur verið greint með Edwards-heilkenni, einnig kallað þrístæðu 18, sem er afar sjaldgæft en leiðir oftast til fósturláts eða andvanafæðingar, eða þá að barnið deyr innan árs eftir fæðingu. Læknar Cox sögðu að lögum samkvæmt mættu þeir ekki framkvæma þungunarrof en hún ákvað þá að fara með málið fyrir dóm. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrofið myndi ekki aðeins vernda Cox frá hættulegri fæðingu heldur einnig varðveita frjósemi hennar, sem gæti annars verið í hættu. „Sú staðreynd að Cox langar sárlega að verða ólétt og að þessi löggjöf gæti raunverulega leitt til þess að hún fer á mis við þann möguleika er sláandi og væri raunverulegt óréttlæti,“ sagði dómarinn þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Cox sást þerra tár þegar hún heyrði niðurstöðuna en hún greindi frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, sem eiga tvö börn fyrir, hefðu alltaf hugsað sér að eignast stóra fjölskyldu og að það hefði aldrei verið ætlun hennar að gangast undir þungunarrof. Viðbrögð ríkissaksóknarans í málinu hafa verið með nokkrum ólíkindum en eftir að dómurinn lá fyrir sendi hann erindi á heilbrigðisyfirvöld í Houston, þar sem læknir Cox, starfar og varaði þau við því að læknirinn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn gætu átt yfir höfði sér saksókn ef þeir aðstoðuðu við þungunarrof. Þvert á niðurstöðu dómarans, sem bannaði yfirvöldum að koma í veg fyrir að Cox gengist undir þungunarrof, sagði saksókarinn að ákvörðun dómarans myndi ekki forða heilbrigðisstarfsfólkinu frá ákærum. Málið varðar ekki aðeins almennan rétt kvenna til þungunarrofs heldur hafa heilbrigðisstarfsmenn verið í nokkrum vanda vegna nýrra laga sem kveða á um takmarkaðan rétt til að veita þungunarrofsþjónustu ef um er að ræða tilvik þar sem líf og heilsa móður er í húfi. Engar frekari skýringar er að finna í lögunum og því lendir það á herðum heilbrigðisstarfsmanna að ákveða hvað þeir gera en þeir eiga þá á hættu að verða sóttir til saka ef þeir þykja hafa gengið of langt. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Þungunarrof Jafnréttismál Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira