Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ólafur Pálsson og fyrirtæki hans Þjótandi ehf. standa á bak við verkefnið. Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.
Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira