Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ólafur Pálsson og fyrirtæki hans Þjótandi ehf. standa á bak við verkefnið. Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.
Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira