Stjórn VR þurfi að bregðast við ólíðandi framgöngu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs segir óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Hann stendur við það sem fram kemur í bréfinu sem hann sendi. Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira