Stjórn VR þurfi að bregðast við ólíðandi framgöngu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs segir óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Hann stendur við það sem fram kemur í bréfinu sem hann sendi. Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira