Lygna þingmanninum sparkað af þingi Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 16:33 George Santos á leið úr þinghúsi Bandaríkjanna, mögulega í síðasta sinn, seinni partinn í dag. AP/Stephanie Scarbrough Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að víkja Repúblikananum George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ af þingi. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Santos var kjörinn á þing fyrir rúmu ári en honum tókst að snúa kjördæmi í New York sem hafði um árabil verið í höndum Demókrata. Skömmu eftir að hann vann fóru fregnir af lygum hans og ósannleika að berast. Former Rep. George Santos departs the U.S. Capitol following his expulsion. pic.twitter.com/XZrvGdtyaU— CSPAN (@cspan) December 1, 2023 Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Þetta var í annað sinn sem þingmenn greiddu atkvæði um að vísa Santos af þingi en hann stóð þá fyrri af sér en tvo þriðju þingmanna þarf til að vísa þingmanni af þingi. Fulltrúadeildin skiptis 222-213 milli flokka með Repúblikana í meirihluta. Miðað við mætingu þurftu 282 þingmenn að greiða atkvæði með því að vísa honum af þingi. Að þessu sinni greiddu 311 þingmenn atkvæði með því að vísa Santos af þingi. 114 sögðu nei og tveir sátu hjá. Santos varð þar með einungis sjötti þingmaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem vísað er af þingi. Speaker Johnson announces that Santos has been expelled pic.twitter.com/6ou2ckLLPt— Aaron Rupar (@atrupar) December 1, 2023 Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um Santos, þar sem hann var sakaður um að nota hvert tækifæri til að hagnast persónulega. Nefndin sagði Santos hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Í skýrslu nefndarinnar segir að gögn hafi verið send til saksóknara sem ákærður Santos fyrr á árinu fyrir fjársvik. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17. ágúst 2023 08:43
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32