Mannúð fyrir jólin Inga Sæland skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Eldri borgarar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun