Mannúð fyrir jólin Inga Sæland skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Eldri borgarar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun