Hægir verulega á hagvexti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 10:06 Samdráttur í einkaneyslu var 1,7 prósent á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verulega hægir á hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira