Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:23 Villisvín sem lentu í gildru í Minnesota. AP/David Carson Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent