Lífsfylling í stað landfyllingar í Þorlákshöfn Guðrún Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:01 Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun