Lífsfylling í stað landfyllingar í Þorlákshöfn Guðrún Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:01 Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun