Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sýni gott fordæmi Bjartmar Steinn Guðjónsson og Reynir Sævarsson skrifa 17. nóvember 2023 14:16 Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra lagði fram áform fyrr á árinu um sameiningu 10 undirstofnana ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir. Ráðherra kynnti fyrsta frumvarp sitt af fjórum því tengdu fyrir Alþingi nú í vikunni og snýr það að stofnun Náttúrufræðistofnunar. Áformin hafa þó tekið breytingum í frumvarpsdrögum ráðherra þar sem nú er stefnt að sameiningu 8 undirstofnana ráðuneytisins í stað 10 áður og verða Veðurstofa Íslands og ÍSOR ekki hluti sameiningar. Yfirskrift sameiningarinnar er aukinn árangur, skilvirkni og hagræðing þar sem meðal meginmarkmiða er aukin rekstrarhagkvæmni. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa í umsögnum um áform ráðherrans almennt fagnað framtakinu og telja að þarna sé gengið fram með góðu fordæmi. Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Í því ljósi ætti ráðherrann að nýta tækifærið til að draga úr samkeppnisrekstri þeirra stofnana sem sameinaðar verða og auka útvistun. Hið opinbera hefur lengi verið beinn þátttakandi í íslensku atvinnulífi en opinberum samkeppnisrekstri fylgja margar áskoranir sem hafa þarf sérstakar gætur á, til að mynda þegar hið opinbera greiðir hærri laun en fást á almennum markaði og stendur í beinum samningum án útboða. Undanfarin misseri hefur borið á auknum samkeppnisrekstri opinberra stofnana við verkfræðistofur og þá helst í formi innhýsingar þeirra á verkfræðiþjónustu sem hefur verið mikil og er takmarkandi þáttur fyrir framþróun. Því eru vonbrigði að ráðherra áformi að undanskilja Veðurstofu Íslands og ÍSOR frá sameiningu. Í nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur fram að 69% verkfræðistofa telja að takmarkað aðgengi að sérhæfðu starfsfólki hefti eðlilegan vöxt verkfræðistofa hér á landi. Íslenskt samfélag er ekki stórt í alþjóðlegum samanburði og er þ.a.l. nauðsynlegt að þekking og reynsla okkar helstu sérfræðinga sé aðgengileg öllum sem geti notið krafta þeirra og verkfræðistofum þannig gefið svigrúm til vaxtar. Því miður er margt sem bendir til þess að hvatar til þekkingaryfirfærslu hafi ekki verið til staðar innan stofnana ríkis og sveitarfélaga og því hafi samfélagið glatað verðmætum og tækifærum til aukinnar hagsældar. Um þessar mundir standa ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og almenningur frammi fyrir endurskipulagningu fjárfestinga sinna og reksturs sökum hækkandi verðs aðfanga, hárrar verðbólgu og hás vaxtastigs. Meðal áherslna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 er að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og eru þar skýr skilaboð um hagræðingu í opinberum rekstri, bæði innan ráðuneyta og stofnana. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er í dauðafæri að gera áform sín um sameiningu að góðu fordæmi fyrir aðra ráðherra og stjórnendur ríkisstofnana um þá möguleika sem í boði eru varðandi hagræðingu í rekstri ríkisins. Framangreind áform um sameiningu geta sömuleiðis orðið öflugt fordæmi í þeirri viðleitni að auka þekkingu, aðgengi að henni og yfirfærslu með skýrum skilaboðum um samdrátt í innhýsingu stofnana og aukinni úthýsingu verkefna til fyrirtækja á einkamarkaði. Því má þó ekki gleyma að allar þær stofnanir sem heyra undir sameininguna hafa sitt lögbundna hlutverk og eru mikilvægur hlekkur í samspili hlutverka ríkis og atvinnulífs. Mörg þeirra verkefna sem stofnanirnar sinna getur atvinnulífið leikandi leyst og í mörgum tilvikum er um hreinan samkeppnisrekstur að ræða sem til lengri tíma litið kemur niður á heilbrigðu starfsumhverfi allra hlutaðeigandi. Þannig glatast tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og aukningar á útflutningi á tæknilausnum og þekkingu sem getur haft neikvæð áhrif á hagsæld á Íslandi. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SIReynir Sævarsson, formaður Eflu og Félags ráðgjafarverkfræðinga
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun