Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 11:31 Markwayne Mullin er öldungadeildarþingmaður frá Oklahoma sem situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn. AP/Sue Ogrocki Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. Á einum tímapunkti las Mullin upp neikvæð tíst sem O‘Brien hafði skrifað um hann. „Þetta er stundin og þetta er staðurinn,“ sagði Mullin. „Ef þú vilt rífa kjaft, getum við hagað okkur eins og fullorðnir menn. Við getum klárað þetta hér.“ O‘Brien tók vel í það. „Stattu þá upp af rassgatinu,“ sagði Mullin. „Statt þú upp af rassgatinu,“ sagði O‘Brien. Þá stóð þingmaðurinn upp úr sæti sínu og byrjaði að taka af sér hring. Bernie Sanders, formaður nefndarinnar sem reyndi að stýra fundinum, brást reiður við. „Þú ert öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna,“ kallaði Sanders á Mullin. „Þetta er nefndarfundur og guð veit að bandaríska þjóðin hefur næga fyrirlitningu á þinginu. Við skulum ekki gera hana verri.“ Mullin og O‘Brien héldu þó áfram, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir Mullin og O‘Brien lengi hafa eldað grátt silfur saman. Mullin hefur lengi verið gagnrýninn á leiðtoga verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum. O‘Brien hefur notað samfélagsmiðla til að kalla Mullin „fávita“ og segja hann „fullan af skít“. Eftir nefndarfundinn sagði Sanders að atvikið hefði verið fáránlegt. Fundurinn hefði verið haldinn til að tala um efnahagsaðstæður vinnandi fjölskyldna. Sífellt breiðari gjá milli hinna ríku og allra annarra og hlutverk verkalýðsfélaga í að bæta hag almennings. „Við erum ekki hérna til að tala um slagsmál.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, var einni spurður út í atvikið en hann sagði það ekki á sína ábyrgð að reyna að hafa stjórn á öllum í þinghúsinu. Hér að neðan geta áhugasamir séð lengri útgáfu af samskiptum Mullin og O‘Brien frá nefndarfundinum. Sakaði McCarthy um að gefa sér olnbogaskot Annað atvik átti sér stað í gær, þar sem Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var sakaður um ofbeldi af öðrum þingmanni Repúblikanaflokksins. Tim Burchett gekk aftan að McCarthy og öskraði á hann að hann hefði veitt sér olnbogaskot í bakið í þinghúsinu. Mikil óreiða hefur ríkt um margra vikna skeið í fulltrúadeildinni eftir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins boluðu McCarthy úr embætti. Repúblikönum gekk verulega illa að finna nýjan leiðtoga en þeir enduðu á Mike Johnson frá Louisiana. Þá hefur verið mikið álag á þingmönnum þar sem þeir hafa unnið að því að samþykkja tímabundin fjárlög og koma í veg fyrir að stöðva þyrfti rekstur alríkisstofnana í Bandaríkjunum. McCarthy var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar Burchett gekk aftan að honum og öskraði: „Hei, Kevin. Af hverju gengur þú aftan að mér og gefur mér olnbogaskot í bakið? Þú ert heigull?“ „Ég gerði það ekki,“ sagði McCarthy á meðan Burchett hélt áfram að öskra á hann. Að endingu hló McCarthy og sagði: „Guð minn góður.“ Burchett, sem var einn þeirra átta þingmanna sem felldu McCarthy, kallaði þann síðarnefnda svo heigul áður en hann gekk á brott. Atvikið náðist þó ekki á myndband, samkvæmt frétt Washington Post. Burchett sagði í viðali við CNN að McCarthy hefði meitt sig með því að gefa sér olnbogaskot beint í nýrun. Matt Gaetz, sem leiddi þingmennina átta, hefur tilkynnt málið og krefst þess að siðanefnd þingsins rannsaki það. McCarthy sagði blaðamönnum eftir á að hann hefði ekki gefið Burchett olnbogaskot. Hann sagðist hafa rekist utan í hann á fjölmennum gangi. „Ef ég hefði slegið einhvern myndi viðkomandi vita það strax,“ sagði McCarthy. "Oh come on," Kevin McCarthy says, dismissing Tim Burchett saying he was in pain from the "sucker punch" he accuses the former speaker of throwingAsked him about Burchett saying McCarthy is like a kid who would "hide behind his mama's skirt."McCarthy: "That's not who I am." pic.twitter.com/xltT3ZPrX2— Manu Raju (@mkraju) November 14, 2023 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Á einum tímapunkti las Mullin upp neikvæð tíst sem O‘Brien hafði skrifað um hann. „Þetta er stundin og þetta er staðurinn,“ sagði Mullin. „Ef þú vilt rífa kjaft, getum við hagað okkur eins og fullorðnir menn. Við getum klárað þetta hér.“ O‘Brien tók vel í það. „Stattu þá upp af rassgatinu,“ sagði Mullin. „Statt þú upp af rassgatinu,“ sagði O‘Brien. Þá stóð þingmaðurinn upp úr sæti sínu og byrjaði að taka af sér hring. Bernie Sanders, formaður nefndarinnar sem reyndi að stýra fundinum, brást reiður við. „Þú ert öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna,“ kallaði Sanders á Mullin. „Þetta er nefndarfundur og guð veit að bandaríska þjóðin hefur næga fyrirlitningu á þinginu. Við skulum ekki gera hana verri.“ Mullin og O‘Brien héldu þó áfram, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir Mullin og O‘Brien lengi hafa eldað grátt silfur saman. Mullin hefur lengi verið gagnrýninn á leiðtoga verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum. O‘Brien hefur notað samfélagsmiðla til að kalla Mullin „fávita“ og segja hann „fullan af skít“. Eftir nefndarfundinn sagði Sanders að atvikið hefði verið fáránlegt. Fundurinn hefði verið haldinn til að tala um efnahagsaðstæður vinnandi fjölskyldna. Sífellt breiðari gjá milli hinna ríku og allra annarra og hlutverk verkalýðsfélaga í að bæta hag almennings. „Við erum ekki hérna til að tala um slagsmál.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, var einni spurður út í atvikið en hann sagði það ekki á sína ábyrgð að reyna að hafa stjórn á öllum í þinghúsinu. Hér að neðan geta áhugasamir séð lengri útgáfu af samskiptum Mullin og O‘Brien frá nefndarfundinum. Sakaði McCarthy um að gefa sér olnbogaskot Annað atvik átti sér stað í gær, þar sem Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var sakaður um ofbeldi af öðrum þingmanni Repúblikanaflokksins. Tim Burchett gekk aftan að McCarthy og öskraði á hann að hann hefði veitt sér olnbogaskot í bakið í þinghúsinu. Mikil óreiða hefur ríkt um margra vikna skeið í fulltrúadeildinni eftir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins boluðu McCarthy úr embætti. Repúblikönum gekk verulega illa að finna nýjan leiðtoga en þeir enduðu á Mike Johnson frá Louisiana. Þá hefur verið mikið álag á þingmönnum þar sem þeir hafa unnið að því að samþykkja tímabundin fjárlög og koma í veg fyrir að stöðva þyrfti rekstur alríkisstofnana í Bandaríkjunum. McCarthy var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar Burchett gekk aftan að honum og öskraði: „Hei, Kevin. Af hverju gengur þú aftan að mér og gefur mér olnbogaskot í bakið? Þú ert heigull?“ „Ég gerði það ekki,“ sagði McCarthy á meðan Burchett hélt áfram að öskra á hann. Að endingu hló McCarthy og sagði: „Guð minn góður.“ Burchett, sem var einn þeirra átta þingmanna sem felldu McCarthy, kallaði þann síðarnefnda svo heigul áður en hann gekk á brott. Atvikið náðist þó ekki á myndband, samkvæmt frétt Washington Post. Burchett sagði í viðali við CNN að McCarthy hefði meitt sig með því að gefa sér olnbogaskot beint í nýrun. Matt Gaetz, sem leiddi þingmennina átta, hefur tilkynnt málið og krefst þess að siðanefnd þingsins rannsaki það. McCarthy sagði blaðamönnum eftir á að hann hefði ekki gefið Burchett olnbogaskot. Hann sagðist hafa rekist utan í hann á fjölmennum gangi. „Ef ég hefði slegið einhvern myndi viðkomandi vita það strax,“ sagði McCarthy. "Oh come on," Kevin McCarthy says, dismissing Tim Burchett saying he was in pain from the "sucker punch" he accuses the former speaker of throwingAsked him about Burchett saying McCarthy is like a kid who would "hide behind his mama's skirt."McCarthy: "That's not who I am." pic.twitter.com/xltT3ZPrX2— Manu Raju (@mkraju) November 14, 2023
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira