Verndum mikilvæga innviði Finnur Beck skrifar 13. nóvember 2023 17:00 Einstakir atburðir eiga sér nú stað á Reykjanesi. Skjálftavirkni og yfirvofandi hætta á eldgosi hafa lamað hluta byggðar og hugur allra Íslendinga er með Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í námunda við mestu jarðhræringarnar eru orku- og veituinnviðir sem þjóna lykilhlutverki á Reykjanesskaganum öllum. Orkuverið í Svartsengi sér nálægt 30.000 manns á Reykjanesskaga fyrir lífsnauðsynjum og lífsgæðum. Það hefur þjónað byggðinni á Suðurnesjum í áratugi og byggst upp samhliða vexti á svæðinu. Í orkuverinu er framleidd raforka, heitt og kalt vatn og dreifikerfi HS Veitna og Grindavíkurbæjar kemur þessu til endanotenda. Þá eru á Suðurnesjum aðrir samfélagslega mikilvægir innviðir s.s. línur og strengir til flutnings raforku auk lagna sem flytja heitt vatn. Starfsfólk allra þeirra fyrirtækja sem reka þessa innviði hefur, líkt og aðrir viðbragðsaðilar í stjórnkerfinu, unnið mikið starf og sýnt aðdáunarverða elju í að mæta þeim áskorunum sem uppi eru. Komi til alvarlegrar röskunar á starfsemi orkuversins í Svartsengi, hvað þá varanlegs tjóns, verða áhrifin ekki bundin við Grindavík heldur Reykjanesskagann allan. Rofni vatns- eða hitaveita, tímabundið eða varanlega, er ljóst að áhrifin verða mikil á heimili fólks og starfsemi fyrirtækja á öllum Suðurnesjum. Sama gildir ef verulegt tjón verður á flutningsmannvirkjum raforku. Verkefni stjórnvalda gerast ekki mikið umfangsmeiri og mikilvægt er að stjórnmálamenn hefji sig yfir dægurþras og forgangsraði með hliðsjón af þeim miklu sameiginlegu hagsmunum sem nú er stefnt í hættu. Samorka fagnar skjótum viðbrögðum stjórnvalda við þeirri vá sem nú steðjar að byggð og innviðum á Reykjanesi með því að leggja fram frumvarp til laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Markmið frumvarpsins er að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum. Með frumvarpinu er ráðherra sem fer með málefni almannavarna, við tiltekin skilyrði, veitt heimild til að heimila fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áhrifum eldsumbrota. Slík heimild verður vitaskuld alltaf byggð á besta mati færustu vísindamanna í náttúruvísindum og sérfræðinga sem geta metið hvað raunhæft er að reyna til að sporna gegn náttúruöflunum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að ákvæði í sérlögum um framkvæmdir víki við slíkar aðstæður. Eins og fram kemur í frumvarpinu er það frumskylda ríkisvaldsins að vernda mikilvæga innviði samfélagsins og aðra almannahagsmuni fyrir tjóni af völdum náttúruvár. Tryggja þarf heimildir svo unnt sé að hefja framkvæmdir til að fyrirbyggja, afstýra eða draga úr tjóni á mikilvægum innviðum áður en það kann að reynast of seint. Er þar sérstaklega vísað til orkuversins í Svartsengi og eftir atvikum dreifi- og flutningslagna á því svæði sem nú steðjar hætta að. Samorka styður áform um að frumvarp til laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga verði að lögum svo skjótt sem verða má. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Finnur Beck Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Einstakir atburðir eiga sér nú stað á Reykjanesi. Skjálftavirkni og yfirvofandi hætta á eldgosi hafa lamað hluta byggðar og hugur allra Íslendinga er með Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í námunda við mestu jarðhræringarnar eru orku- og veituinnviðir sem þjóna lykilhlutverki á Reykjanesskaganum öllum. Orkuverið í Svartsengi sér nálægt 30.000 manns á Reykjanesskaga fyrir lífsnauðsynjum og lífsgæðum. Það hefur þjónað byggðinni á Suðurnesjum í áratugi og byggst upp samhliða vexti á svæðinu. Í orkuverinu er framleidd raforka, heitt og kalt vatn og dreifikerfi HS Veitna og Grindavíkurbæjar kemur þessu til endanotenda. Þá eru á Suðurnesjum aðrir samfélagslega mikilvægir innviðir s.s. línur og strengir til flutnings raforku auk lagna sem flytja heitt vatn. Starfsfólk allra þeirra fyrirtækja sem reka þessa innviði hefur, líkt og aðrir viðbragðsaðilar í stjórnkerfinu, unnið mikið starf og sýnt aðdáunarverða elju í að mæta þeim áskorunum sem uppi eru. Komi til alvarlegrar röskunar á starfsemi orkuversins í Svartsengi, hvað þá varanlegs tjóns, verða áhrifin ekki bundin við Grindavík heldur Reykjanesskagann allan. Rofni vatns- eða hitaveita, tímabundið eða varanlega, er ljóst að áhrifin verða mikil á heimili fólks og starfsemi fyrirtækja á öllum Suðurnesjum. Sama gildir ef verulegt tjón verður á flutningsmannvirkjum raforku. Verkefni stjórnvalda gerast ekki mikið umfangsmeiri og mikilvægt er að stjórnmálamenn hefji sig yfir dægurþras og forgangsraði með hliðsjón af þeim miklu sameiginlegu hagsmunum sem nú er stefnt í hættu. Samorka fagnar skjótum viðbrögðum stjórnvalda við þeirri vá sem nú steðjar að byggð og innviðum á Reykjanesi með því að leggja fram frumvarp til laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Markmið frumvarpsins er að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum. Með frumvarpinu er ráðherra sem fer með málefni almannavarna, við tiltekin skilyrði, veitt heimild til að heimila fyrirbyggjandi aðgerðir gegn áhrifum eldsumbrota. Slík heimild verður vitaskuld alltaf byggð á besta mati færustu vísindamanna í náttúruvísindum og sérfræðinga sem geta metið hvað raunhæft er að reyna til að sporna gegn náttúruöflunum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að ákvæði í sérlögum um framkvæmdir víki við slíkar aðstæður. Eins og fram kemur í frumvarpinu er það frumskylda ríkisvaldsins að vernda mikilvæga innviði samfélagsins og aðra almannahagsmuni fyrir tjóni af völdum náttúruvár. Tryggja þarf heimildir svo unnt sé að hefja framkvæmdir til að fyrirbyggja, afstýra eða draga úr tjóni á mikilvægum innviðum áður en það kann að reynast of seint. Er þar sérstaklega vísað til orkuversins í Svartsengi og eftir atvikum dreifi- og flutningslagna á því svæði sem nú steðjar hætta að. Samorka styður áform um að frumvarp til laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga verði að lögum svo skjótt sem verða má. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun