Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 10:34 Samkvæmt skýrslu er aðeins um helmingur drykkjarflaska endurunninn. Getty Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Bureau Européen des Unions de Consommateurs (BEUC) segir fullyrðinga fyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé og Danon misvísandi, þar sem mun minna hlutfall plastflaskanna sé endurnýtt en fullyrðingarnar gefa til kynna og þá innihaldi þær efni sem geta ekki verið úr endurnýttum efnum. Þá segir BEUC „grænskreyttar“ umbúðir senda villandi skilaboð til neytenda um sjálfbærni. Ursula Pachl, aðstoðarframkvæmdastjóri BEUC, segir enga tryggingu fyrir því að plastflöskur séu endurunnar. „Þessi grænþvottur verður að stoppa,“ segir hún. Drykkjarflöskur úr plasti eru meðal þess rusl sem helst safnast upp á og mengar strendur Evrópu. Evrópubúar drekka enda að meðaltali um 118 lítra af vatni úr umbúðum á ári, þar af 97 prósent úr plastflöskum. Samkvæmt Zero Waste Europe, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins, er aðeins um helmingur allra plastflaska á borð við þær sem notaðar eru fyrir Coke endurunnar. Samkvæmt skýrslu Zero Waste Europe og fleiri aðila hugnast bæði framleiðendum og neytendum hugmyndin um plastflöskuna sem hægt er að endurvinna aftur og aftur en raunveruleikinn sé einfaldlega annar. Svokallaður „grænþvottur“ hefur verið nokkuð í umræðunni og í september síðastliðnum samþykkti Evrópuþingið að banna fyrirtækjum að fullyrða um „náttúrulegar“ og „sjálfbærar“ vörur nema í þeim tilfellum þegar hægt er að sanna staðhæfingarnar. Forsvarsmenn Coca-Cola svöruðu fyrirspurn Guardian um málið og sögðust meðal annars miða að því að safna og endurvinna jafn mikið plast og fyrirtækið framleiðir. Þá setti fyrirtækið aðeins fram fullyrðingar sem það gæti staðið við. Umhverfismál Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bureau Européen des Unions de Consommateurs (BEUC) segir fullyrðinga fyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé og Danon misvísandi, þar sem mun minna hlutfall plastflaskanna sé endurnýtt en fullyrðingarnar gefa til kynna og þá innihaldi þær efni sem geta ekki verið úr endurnýttum efnum. Þá segir BEUC „grænskreyttar“ umbúðir senda villandi skilaboð til neytenda um sjálfbærni. Ursula Pachl, aðstoðarframkvæmdastjóri BEUC, segir enga tryggingu fyrir því að plastflöskur séu endurunnar. „Þessi grænþvottur verður að stoppa,“ segir hún. Drykkjarflöskur úr plasti eru meðal þess rusl sem helst safnast upp á og mengar strendur Evrópu. Evrópubúar drekka enda að meðaltali um 118 lítra af vatni úr umbúðum á ári, þar af 97 prósent úr plastflöskum. Samkvæmt Zero Waste Europe, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins, er aðeins um helmingur allra plastflaska á borð við þær sem notaðar eru fyrir Coke endurunnar. Samkvæmt skýrslu Zero Waste Europe og fleiri aðila hugnast bæði framleiðendum og neytendum hugmyndin um plastflöskuna sem hægt er að endurvinna aftur og aftur en raunveruleikinn sé einfaldlega annar. Svokallaður „grænþvottur“ hefur verið nokkuð í umræðunni og í september síðastliðnum samþykkti Evrópuþingið að banna fyrirtækjum að fullyrða um „náttúrulegar“ og „sjálfbærar“ vörur nema í þeim tilfellum þegar hægt er að sanna staðhæfingarnar. Forsvarsmenn Coca-Cola svöruðu fyrirspurn Guardian um málið og sögðust meðal annars miða að því að safna og endurvinna jafn mikið plast og fyrirtækið framleiðir. Þá setti fyrirtækið aðeins fram fullyrðingar sem það gæti staðið við.
Umhverfismál Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira