Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:30 EasyJet mun fljúga tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Isavia Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar. Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar.
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent