Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:15 Andrzej Duda forseti Póllands segist ætla að fara hefðbundna leið í veitingu stjórnarmyndunarumboðs. Leiðtogi stærsta flokksins er ólíklegur til að ná að mynda ríkisstjórn og því talið líklegt að ný stjórn taki ekki við fyrr en í desember. Getty/Beata Zawrzel Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira